108 matur - Heimilismatur eldaður af alúð og metnaði

Um okkur

„Hugmyndin að 108 matur er að vera með heimilismat sem er eldaður af alúð og metnaði.“

108 matur er hádegisveitingarstaður og veisluþjónusta
Hugmyndin að 108 matur er að vera með heimilismat sem er eldaður af alúð og metnaði. Við gerum allan mat, meðlæti og sósur á staðnum sjálf.

Það eru fimm réttir í borðinu vikulega, tveir fastir réttir sem hafa verið þar frá upphafi. Það eru fiskibollurnar og snitselið. Annars skiptum við vikulega út hinum réttunum.

Matseðilinn er hægt að sjá á forsíðu.
Þetta er eins og hálfgert hlaðborð en þó eins og að koma í sunnudagslæri til mömmu. Þú færð kjötið eða fiskinn og kartöflur á disk og færð þér svo sjálf/sjálfur meðlæti og sósu.

Heiti maturinn er í borðinu frá 11:30-14:00 en eftir það og til 15:00 er pantað af matseðli og kemur þá maturinn til þín á borðið.

Það skiptir okkur miklu máli að nota gæðahráefni og vinna það sjálf á staðnum svo endilega kíktu í mat 🙂

Opnunartímar

Virka daga
11:30 – 15:00

Helgar og frídagar
Lokað

Fákafen 9, 108 Reykjavík